DK hugbúnaður

 

 

Félag fasteignasala

Þjónustan

Viðskiptaþjónustan býður upp á alhliða skrifstofu- og bókhaldsþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

* Bókhald .  Við færum bókhald fyrir fyrirtæki og rekstraraðila frá A-Ö.  Bjóðum einnig upp á þá þjónustu að fara inn í fyrirtæki og færa bókhaldið þar, sé þess óskað.   Í fjarvinnslu hafa skapast gífurleg tækifæri og erum við í samvinnu við DKHugbúnað.

* Uppgjör. Gerð ársuppgjöra og milliuppgjöra.  Gerum einnig greiningu á uppgjörum.  Hvernig er reksturinn að koma út, greining lykiltalna.  Hvar er hægt að gera betur.  Ársskýrslur eru gagnlegt tæki fyrir stjórnendur.

* Launaútreikningar. Sjáum um launakeyrslu, göngum frá skilagreinum og launauppgjöri til skattyfirvalda og lífeyrissjóða.

* Skrifstofuþjónusta. Önnumst gerð sölureikninga, sjáum um greiðslur reikninga og innheimtu ef óskað er.

* Rekstrarráðgjöf. Tökum að okkur gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana.  Einnig aðstoðum við fyrirtæki við fjárhagslega endurskipulagningu.

*Stofnun rekstrar.  Ertu að hefja rekstur?  Hvaða rekstrarform hentar?  Við veitum ráðgjöf við upphaf rekstrar.  Stofnum félög og sjáum um alla skráningu og tilkynningar til opinberra aðila.

.