þjónustan hjá okkur

Stofnun félaga
Hafir þú áhuga á að fara í rekstur hafðu þá samband við okkur. Við veitum þér ráðleggingar um hvaða félagsform hentar þér og þínum rekstri, sjáum um stofnun þess og sendum viðeigandi tilkynningar inn til fyrirtækjaskrár og skattayfirvalda.

Skattaskil
Önnumst gerð skattframtala og ársuppgjöra fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Veitum einnig ráðgjöf í skattamálum. Starfsmenn okkar eru í stöðugri endurmenntun og fylgjast þannig með öllum nýjum skattalagabreytingum...........

Ráðgjöf
Tökum að okkur gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana og hjálpum fyrirtækjum í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Ertu með viðskiptahugmynd? Við veitum þér ráðgjöf við upphaf rekstrar. Að hefja rekstur er vandasamt verk. Við ráðleggjum um val á rekstrarformi. Stofnum félög og sjáum um tilkynningar til skattyfirvalda.

Verðmat
Ertu að kaupa eða selja fyrirtæki? Við aðstoðum við verðmat og sölu á félögum og fyrirtækjum. Erum löggild fasteignasala og leigumiðlun. Einnig veitum við ráðgjöf í skattamálum vegna sölu á fyrirtækjum.

Bókhaldsþjónusta
Við færum bókhald fyrir fyrirtæki og rekstraraðila frá A-Ö. Bjóðum einnig upp á þá þjónustu að fara inn í fyrirtæki og færa bókhaldið þar, sé þess óskað . Möguleikar í fjarvinnslu eru töluverðir og bjóðum við uppá ýmsar lausnir í þeim efnum. Viðskiptaþjónustan sér um skattframtal og ársuppgjör. Einnig sjáum við um bókhald og uppgjör fyrir húsfélög og félagasamtök.

Skrifstofuþjónusta
Önnumst gerð sölureikninga, sjáum um greiðslur reikninga og einnig um innheimtu ef óskað er.